Villanelle uppskrift íslenska

1.000 kr.

Villanelle er prjónuð frá hálsmáli niður og í hring, sem er nútíma nálgun á hefðbundnu íslensku lopapeysuna. Innblásin af glaðlegu og sterku Slettuskjóttu litunum og auðvitað Villanelle, aðalhetjunni í BBC seríunni!

Prjónuð úr tvöföldum plötulopa og á prjón< 6,5 mm,  létt og mátulega hlý sumarpeysa, sem fellur klæðilega.

Ekkert tvíbandaprjón, aðeins einn litur notaður í hverri umferð. Oddamynstrið myndar sjálfkrafa mislitt sikk- sakk. Sniðið er rúmt, mælt er með 12-20 cm vídd umfram aðsniðið mál. Með styttum umferðum verður peysan síðari að aftan og fellur fallega að baki. Klaufir eru á stroffi að neðan. Mjög rúm og þægileg peysa!

Ég mæli sérstaklega með plötulopa frá Þingborg, þar sem hann er mun mýkri en annar plötulopi. Handlitaður Slettuskjóttur lopi er líka sérlega fallegur og skemmtilegur. (sjá Slettuskjótt á Instagram og Facebook og www.thingborg.net)

Fylgstu með Villanelle í glæpaþáttaröðinni “Killing Eve” á BBC! Hún er algjör tískudrottning og þetta er lopapeysan hennar!

Add to wishlist