Villanelle prjónapakkning Grátt2

Villanelle er prjónuð frá hálsmáli niður og í hring, nútíma nálgun á hefðbundnu íslensku lopapeysuna. Innblásin af glaðlegu Slettuskjóttu litunum og auðvitað Villanelle, aðalhetjunni í BBC seríunni!

Prjónuð úr tvöföldum plötulopa og á prjóna  6,5 mm, létt og mátulega hlý sumarpeysa sem fellur klæðilega.

Ekkert tvíbandaprjón, aðeins einn litur notaður í hverri umferð. Oddaprjónið myndar sjálfkrafa mislitt sikk-sakk. Sniðið er rúmt, mælt er með 12-20 cm vídd umfram aðsniðið mál. Með styttum umferðum verður peysan síðari að aftan og fellur fallega að baki. Klaufir eru á stroffi að neðan.

Prjónfesta: 10 x 10 cm = 12 L / 17 umf

Engin pakkning eins!

11.500 kr.

Add to wishlist
Flokkur: