Smali uppskrift íslenska

1.000 kr.

Aðsniðin útivistarpeysa með þumalgat á síðum þröngum ermum, síðari að aftanbak og með hettu sem virkar sem kragi. Hentar bæði í smalamennsku og hálendisgöngur – sniðin til að passa vel undir úlpur. Uppskriftin er líka í Ístex bókinni “Óveður”.

Peysan er prjónuð úr tvöföldum plötulopa. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki. Prjónaðar eru styttar umferðir neðst á baki til að síkka peysuna að aftan. Hetta er prjónuð með perluprjóni, fram og til baka.

Add to wishlist